Maí-TENGJA Húsabakkaskóla er komin út

Húsbekkingar senda öllum óskir um gleðilegt sumar og þakka líka fyrir veturinn. Hann hefur sannarlega liðið hratt og nú er komið að síðasta mánuði skólaársins og jafnframt að síðustu Tengju þessa skólaárs. Í maí verður mikið um að vera eins og vant er í Húsabakkaskóla.

Söngur á sal:

Mánudagana 2. og 9. maí kl. 11:25-11:55 verður söngur á sal. Þá komum við saman í litla salnum á Rimum og syngjum vorlögin. Allir alltaf velkomnir.

Ströndungar í heimsókn:

Eftir að venjulegum skólatíma lýkur miðvikudaginn 4. maí koma eldri nemendur og starfsfólk Árskógarskóla í heimsókn. Þeir hitta þá nemendur 5.-8. bekkjar. Þá verður keppt í bandý, körfubolta og knattspyrnu. Þá fer einnig fram hið árlega skákeinvígi á milli Húsbekkinga og Ströndunga. Nú hafa Ströndungar haldið skákskildinum innfrá hjá sér sl. ár og ég geri ráð fyrir að þeir ætli sér jafn mikið að halda honum og við ætlum okkur að ná honum að Húsabakka aftur. Það gerist náttúrulega ekki nema með æfingum og aldrei er of seint að byrja að æfa sig, bæði heima og í skólanum.

 Eftir að keppni lýkur er snæddur kvöldverður og síðan er dansað til kl. 21:30.

Hreinsun með fram þjóðveginum:

Í ár hreinsa nemendum með fram þjóðveginum eftir að skóla lýkur mánudaginn 9. maí. Foreldrafélagið tekur að sér að fylgja nemendum í hreinsuninni. Að öðru leyti fer hún fram eins og venjulega, þ.e. nemendum er skipt upp í aldursblandaða hópa, keyrt er fram í dalina og hópunum sleppt út úr rútunum með jöfnu millibili. Síðan tína nemendur upp ruslið og eru sóttir eftir u.þ.b. klukkustund. Boðið verður upp á hressingu á Húsabakka að verki loknu. Foreldrar geta búist við börnum sínum heim í kringum kl. 16:00 þennan dag.

Hreinsunin er fjáröflun í ferðasjóð nemenda.

Rauðir dagar í maí:

5. maí er uppstigningardagur og 16. maí er annar í hvítasunnu. Þá daga er frí í skólanum.

Hattur og Fattur í heimsókn:

Mánudaginn 11. maí kl. 13:30 verður leikritið Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi sýnt að Rimum. Leikritið er ætlað nemendum leikskólans og 1. - 2. bekkjar. Vegna þess að leiksýningin hefst ekki fyrr en eftir hádegi, snæða leikskólabörnin hádegisverð með okkur hinum og verður leikskólinn opinn þar til leiksýningu lýkur. Allir velkomnir.

Námsmat vorannar:

Dagana 17.-20. maí verður námsmat vorannar. Í vikunni fyrir prófaviku fá nemendur prófatöflu með sér heim.  Þriðjudagur og miðvikudagur í prófaviku eru stuttir dagar hjá öllum nemendum.

Vortónleikar Tónlistarskóla Dalvíkur:

Vortónleikar nemenda Húsabakkaskóla sem einnig eru nemendur í Tónlistarskóla Dalvíkur verða fimmtudaginn 19. maí kl. 12:30-13:30. Allir velkomnir.

Skólaferðalag - skólaferðalag J:

Nemendur 4. - 8. bekkjar fara í skólaferðalag dagana 22.-24. maí. Þá er ferðinni heitið til Reykjavíkur. Ferða Tengja með nánari upplýsingum fer heim með nemendum þegar nær dregur. Nemendur leikskólans, 1. og 2. bekkjar fara í dagsferð á meðan þeir stóru eru í borginni. Upplýsingar um þá ferð verða einnig í Ferða Tengju.

Auka frídagur:

Þar sem skólaferðlagið byrjar á sunnudegi verðum við að taka okkur einn skóladag í frí. Það verður miðvikudagurinn 25. maí. Þann dag verður enginn í skólanum á Húsabakka.

Síðasti skóladagur:

Síðasti skóladagur er fimmtudaginn 26. maí. Þennan dag mæta nemendur á venjulegum tíma í skólann en foreldrar verða að sjá börnum sínum fyrir heimferð að lokinni grillveislu.

1. lota.                          Útivera

2. lota:                          Fram að hádegi er ratleikur í umsjón kennara og grillveisla og leikir í umsjón foreldrafélags Húsabakkaskóla. Allir velkomnir.

Starfsdagur kennara:

Föstudaginn 27. maí er starfsdagur kennara og þá er frí hjá nemendum.

Skólaslit:

Laugardaginn 28. maí kl. 11:00 verður Húsabakkaskóla slitið, sýning á vinnu nemenda og kaffisala. Við hvetjum alla til þess að koma og vera með okkur þennan dagpart og einnig til þess að kaupa af okkur kaffi og meðlæti og þar með að styrkja ferðasjóð nemenda.

Kvikmyndastjörnur í einn mánuð á Húsabakka:

Félag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla hafa samið við Örn Inga kvikmyndagerðarmann um að hann geri stutta heimildamynd um skólalífið á Húsabakka. Þess vegna munum við sjá hann sniglast í kringum okkur það sem eftir er af skólaárinu. Reiknað er með að myndin verði tilbúin til sölu í september á þessu ári.

Annað:

Ø      Umsjónarkennarar biðja um að nemendur skili inn einkunnaspjöldum sínum.

Ø      Ennfremur eru nemendur beðnir um að lána okkur munina sem þeir hafa unnið í verkgreinum í vetur til þess að setja á sýninguna sem á að vera þann 28. maí.

Ø      Við viljum minna á að nemendur eiga að vera með hjálma þegar þeir eru á línuskautum og hlaupahjólum. Hjálmur er höfuðmál J

Ø      Bílstjórar biðja um að ekki séu mikil ferðalög með reiðhjól og hlaupahjól í rútunum. Rúturnar eru afar þétt setnar og ef margir eru með mikinn farangur þá er orðið ansi þröngt. Vinsamlegast sýnið tillitssemi.

Með þessari síðustu Tengju skólaársins 2004-2005 vill starfsfólk Húsabakkaskóla þakka fyrir ánægjulegt og kraftmikið samstarf í vetur með óskum um að  nemendur, foreldrar og aðrir  hollvinir Húsabakkaskóla eigi ánægjulegt sumarleyfi. 

Með sumarkveðju-Ingileif