Ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar lýkur

Á miðnætti rann út frestur til að skila inn mynd í ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar. 268 ljósmyndum var skilað inn og er búið að birta flestar þeirra. Í næstu viku mun dómnefnd velja 10 myndir sem settar verða upp á sýningu sem opnar 6. ágúst. Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir innsendar myndir. Nú þegar hefur ein mynd sem Guðný S. Ólafsdóttir tók verið fengin í markaðsstarf fyrir Dalvíkurbyggð. Þessi mynd verður sett upp á skilti Vegagerðarinnar þar sem sýndir eru helstu þéttbýliskjarnar norðurlands eystra.