Ljósin í myrkrinu

Ljósin í myrkrinu

Nú fer myrkrið að skella á okkur með öllum sínum þunga enda að nálgast myrkustu daga ársins. Nokkrir íbúar eru þegar búnir að setja upp og kveikja á jólaljósum á húsum sínum og yljar það óneitanlega um hjartaræturnar. Hvernig væri að við hin tækjum þessa íbúa okkur til fyrirmyndar og settum jólaljósin snemma upp í ár. Ekki veitir af því að gera allt til að gleðja andann og lítil atriði eins og jólaljós í skammdeginu geta svo sannarlega gert það.

Í
framhaldi af því er svo vert að minna á að jólaskreytingasamkeppnin verður haldin í ár eins og ævinlega þó ekki sé búið að taka ákvörðun um hvenær nefndin fer að stað og verður það auglýst sérstaklega síðar.