Litlu jól í Dalvíkurskóla

Litlu jól í Dalvíkurskóla

Í morgun var elstu börnunum boðið á litlu jólin í Dalvíkurskóla. Þetta er þriðja árið í röð sem börnunum er boðið á þessa skemmtun og fóru þau að venju með Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Eins og við mátti búast stóðu þau sig öll með prýði og fengu mikið hrós fyrir flutninginn. Svo var sungið og dansað kringum jólatréð. Myndir frá þessu má sjá á heimasíðunni.