Listi söluaðila í Dalvíkurbyggð

Listi söluaðila í Dalvíkurbyggð

Þar sem ekkert varð af Aðventuröltinu okkar þetta árið ákváðum við að setja saman lista yfir þá söluaðila sem hafa tekið þátt í röltinu undanfarin ár auk þeirra aðila sem hafa verið með og/eða ætluðu að vera með söluborð í Bergi. Eins og fram kom í fréttinni um niðurfellingu Aðventuröltsins má endilega hafa samband á irish@dalvikurbyggd.is til að fá ykkar nafn ásamt söluvörum á meðfylgjandi lista.

 • Bergþóra Jónsdóttir er um þessar mundir með sýningu á verkum sínum í Menningarhúsinu. Hægt er að kaupa plaköt með verkum af sýningunni Systralag II: Upplýsingar um sýninguna má finna á Facebook. Opið virka daga á milli kl. 10.00-17.00 og á milli 13.00-16.00 á laugardögum. Hægt er að skrá sig á sölublað á sýningu og hafa samband á netfangið bergthorajons@gmail.com eða í síma s. 868-2368.

 • Daley hönnun er með laserskornar vörur, hannaðar og unnar í heimabyggð. Vöruúrvalið má sjá á Facebooksíðu. Fólki er velkomið að koma við í Ásvegi 4 eftir kl. 16.00. Síminn er 865-1983 og hægt er að panta á Facebooksíðunni. Vöruúrvalið má sjá á Fecebooksíðu Daley hönnun.

 • Draumablá ehf. er saumamerking sem staðsett er á Dalvik. Þau taka að sér merkingu á fatnaði og flestum textíl. Síminn hjá Agnesi er 866-3262.

 • Halldóra Kristín Hjaltadóttir verður með fallegu handmáluðu jólakúlurnar sínar til sölu fyrir jólin. Hægt er að hafa samband við hana í síma 894-9569 og 466-1151. 

 • ÍH- hönnun er með til sölu einstök orð og útskýringar í ramma ásamt spjöldum með fæðingarupplýsingum barna í ramma. Nánari upplýsingar má sjá á facebook- síðunni ÍH-hönnun. Pantanir berast í síma 847-4176 eða á netfangið ihhonnun@gmail.com

 • Runia ehf. er  skartgripaverslun sem sérhæfir sig í handgerðu íslensku víravirki en nýtir sér óhefðbundnar aðferðir og nýstárlega útfærslu sem ljær þessum íslenska menningararfi ferskan blæ og gerir gripina á sama tíma einstaka á íslenskum markaði. Allar nánari upplýsingar er að finna á facebook-síðu Runia eða í gegnum síma 698-3389 (Rúnar)
  Fyrirtækið gerir starfsemi sína út frá Dalvík en þjónustar viðskiptavini um allt land og allan heim Allar nánari upplýsingar um vörurnar má finna á facebook-síðunni runia

 • Sigfríð Valdimarsdóttir er með jólasveinana sína í ýmsum útfærslum. Hún er einnig með prjónavörur s.s húfur, sokka, vettlinga og stenslaða púða. Hægt er að ná á henni í síma 466-1921 og GSM 867-6959

 • Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga er að selja ýmislegt til fjáröflunar fyrir stuðningsverkefni sín. Þar er allt heimaunnið af klúbbsystrum. Áhugasamir hafi samband við Þóru Rósu eða í gegnum skilaboð í síma 862-4552
  - Handklæðahetta, 2.000 kr.
  - Þvottapoki með, + 500 kr.
  - 5 hreinsidúllur, + 500 kr.


Verslunaraðilar sem hafa undanfarin ár verið með á aðventuröltinu:

 • Doría, hár-og snyrtistofa og gjafavöruverslun er í Klemmunni í Hafnarbraut 7. Hægt er að hafa samband í síma 466-2110. Á Doríu er hægt að fá alls kyns gjafavörur í jólapakkann.
  Opnunartímar eru á milli 09.00-18.00 alla virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum. Doría er líka með vefverslun á www.doria.is fyrir þá sem kjósa frekar að versla heiman frá sér.

 • Gísli Eirikur Helgi er Kaffihús Bakkabræðra, þar er hægt að kaupa ýmiskonar handverk og gjafabréf í síma 865-8391. Í sama símanúmer er einnig hægt að kaupa gjafabréf í gistingu hjá Dalvík Hostel.

 • Húsasmiðjan er orðinn fastur meðlimur í Aðventuröltinu. Mikið úrval af allskonar í jólapakkann er mætt í Húsasmiðjuna sem er opin alla virka daga á milli 08.00-17.00 og 10.00-14.00 á laugardögum.

 • Kjörbúðin hefur staðið vaktina á Aðventuröltinu undanfarin ár og heldur áfram að standa vaktina í desember. Í kjörbúðinni er að finna gjafavörur í miklu úrvali. Opnunartími í búðinni er virka daga frá kl. 09.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-17.00 og sunnudaga frá kl. 12.00-17.00. 

 • Litla Loppan, nytjamarkaður að Hólavegi 15 á Dalvík. Opið um helgar, laugardaga og sunnudaga frá 13.00 - 17.00. Postulín, gler, skrautmunir, eldhúsdót, plötur, bækur, dúkar og sitthvað fleira. Fjöldi fallegra jólamuna nú í desember. Jón Arnar verður með skreytingaverkstæðið sitt opið um helgar á sama tíma. Velkomin að líta við - grímuskylda, spritt og hanskar.

 • Prýði & Hárverkstæðið er staðsett í Grundargötu 11 á Dalvík. Hægt er að hafa samband í síma 466-1897 (Auður) og 869-4221(Súsanna). Þær eru með vefverslun á www.prydi.is. Hægt er að fá fría sendingu um land allt í desember. Mikið úrval af sælkeravöru –  gjafavöru og barnavöru. Opnunartími í desember er virka daga frá klukkan 9:00 til 19:00 og um helgar frá 10:00 til amk 14:00.
 • Þernan - fatahreinsun og verslun er staðsett í Hafnarbraut á Dalvík. Opnunartími er alla virka daga á milli kl. 09:00 - 16:00. Sími : 464-2700, 899-9360, 845-2700.

  Í Þernunni er hægt að allt frá smádóti fyrir börnin og upp í glæsileg rúmföt og teppi. Sjón er sögu ríkari. 

Hafið í huga að um lifandi lista er að ræða og alltaf hægt að vera með ef fólk kýs það.

Með þessum lista viljum við hvetja alla íbúa Dalvíkurbyggðar til að versla jólagjafirnar í heimabyggð - það hefur aldrei verið auðveldara! :)