Lionsklúbburinn Sunna selur bleikar slaufur

Lionsklúbburinn Sunna selur bleikar slaufur
Dekurdagar á Akureyri verða dagana 30. september – 3. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Íbúum í Dalvíkurbyggð gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sunna Dalvíkurbyggð setja upp slaufurnar og taka þær niður að loknu verkefninu.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
 
Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki).
Einnig selja Dekurdagar handunna fána (10.000 kr.) og bleika hálsklúta( 4.000 kr). Slaufurnar verða settar upp dagana 2.-5. október.
 
Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október.
Til að panta slaufu og styrkja þannig málefnið er hægt að senda póst á lorenzo@simnet.is

Með kveðju,
Lionsklúbburinn Sunna, Dalvík.