Lilja Rós 4 ára

Lilja Rós 4 ára

Hún Lilja Rós varð 4 ára 3. nóvember. Hún mætti í leikskólann daginn áður og gerði glæsilega kórónu en vegna óveðurs var ekki hægt að flagga. Við biðum svo eftir góðu tækifæri til þess að flagga, þegar enginn annar átti afmæli, en nóvember er mjög afmælismargur mánuður. Við leyfðum henni svo að flagga í vikunni og hér koma nokkrar myndir frá því. Afmælissöngurinn var svo sunginn fyrir hana. Við óskum Lilju Rós og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með afmælið.