Lið Dalvíkurbyggðar í Spurningakeppni sveitarfélaganna

Hjálmar Hjálmarsson,  Katrín Ingvarsdóttir og Magni Óskarsson munu skipa lið Dalvíkurbyggðar í Spurningakeppni sveitarfélaganna sem sjónvarpið sýnir í haust. Ríkisútvarpið leitaði eftir ábendingum frá sveitarfélaginu og lagði ríka áherslu að í liðinu væri einn þekktur einstaklingur. Viðkomandi þyrfti ekki að vera búsettur í sveitarfélaginu heldur var mikilvægt að sá hinn sami ætti sterk tengsl við sveitarfélagið og að sveitarfélagið væri stolt af honum. Hjálmar Hjálmarson leikari var því valinn sem þekkti einstaklingurinn í liðið en með honum verða Katrín Invarsdóttir (Jóhannssonar), nemi í Uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands og Magni Óskarsson (Pálmasonar), fyrrverandi Gettu Betur meðlimur og háskólanemi. Spurningakeppni sveitarfélaganna hefst 14. september n.k. og munu stærstu sveitarfélög landsins etja þar kappi.