Leiksvæði við Árskógarskóla

Leiksvæði við Árskógarskóla

Sumarið er tími framkvæmda og um allt sveitarfélagið eru íbúar, fyrirtæki og sveitarfélagið sjálft að nýta tímann til ýmissa verka. Í Árskógarskóla er verið að bæta leiksvæði nemenda. Eftir að nýr skóli tók til starfa og húsnæði Leikbæjar var aflagt var þörf á að bæta leiksvæði við skólann einkum til að mæta þörfum yngri nemenda.

Þessa dagana er verið að undirbúa jarðveg fyrir flutning leiktækja ásamt því að búa til skemmtilegt landslag til að örfa ímyndunaraflið. Áætlað er að þessum framkvæmdum ljúki núna fyrir skólabyrjun.