Leikskólakennara vantar í Krílakot og Kátakot á Dalvík

Leikskólakennara vantar í Krílakot og Kátakot á Dalvík

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir leikskólakennurum frá ágúst 2015.

Dalvíkurbyggð er fjölmenningarlegt samfélag. Leitað er eftir einstaklingum með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og gefandi starf. Skólar í Dalvíkurbyggð eru Grænfánaskólar og starfa eftir hugmyndafræði Uppbyggingastefnunnar. Gildi sviðsins eru Virðing - Jákvæðni - Metnaður

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í skólastarfi
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2015.

Umsóknum, ásamt ferilskrá, skal skilað til leikskólastjóra, Drífu Þórarinsdóttur, á netfangið drifa@dalvikurbyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Drífa í síma 460 4950 og á netfanginu drifa@dalvikurbyggd.is