Leikbær óskar eftir leikskólakennara til starfa

Leikskólinn Leikbær óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa.

Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Sæki enginn leikskólakennari um verður ráðið í stöðuna með tilliti til menntunnar og fyrri starfsreynslu.

Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gitta U. Ármannsdóttir í síma 4661971. Umsóknum ber að skila til Leikbæjar eða á netfangið leikbaer@dalvik.is  og verður móttaka staðfest. Umsóknarfrestur er til og með 23. nóv. næstkomandi.