Laust til umsóknar - Aðstoðarmatráður á Krílakoti

Laust til umsóknar - Aðstoðarmatráður á Krílakoti

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarmatráði. Um tímabundna ráðningu til 3ja mánaða er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi
Starfshlutfall er 62,5%.
Vinnutíminn er 08:00-13:00.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 7. júní 2021.

Menntun og hæfnikröfur:

  • Matartæknir og/eða reynsla í af störfum í mötuneyti.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Góð íslenskukunnátta er kostur.

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar við undirbúning, matreiðslu og frágang matvæla í eldhúsi og skammta mat á vagna.
  • Útbýr og matreiðir sérfæði fyrir nemendur og kennara sem á því þurfa að halda.
  • Sér um gerð matseðla samkvæmt manneldismarkmiðum undir stjórn matráðs.
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is, með umsókn skal fylgja ferilskrá og nöfn umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar.

Umsóknarfrestur er til 9. maí 2021.

Ef umsækjendur uppfylla ekki kröfurnar hér að ofan áskilur leikskólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Upplýsingar veitir: Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots í síma 460-4950 eða á netfangið gudrunhj@dalvikurbyggd.is

Á Krílakoti eru börn á aldrinum 9 mánaða - 6 ára. Deildirnar eru fimm og heita Skýjaborg, Sólkot, Mánakot, Kátakot og Hólakot. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar sem ýtir undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn nemenda ásamt því að þau átti sig á sínum þörfum. Við gerð matseðla er stuðst við matseðla úr Handbók fyrir leikskólaeldhús sem gefin er út af Landlæknisembætti Íslands.

Frekari upplýsingar um Krílakot er að finna á https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot.