Lausar stöður við leikskólann Kátakot

Leikskólinn Kátakot, sem er nýlegur leikskóli fyrir fjögra og fimm ára börn, auglýsir hér með lausar stöður aðstoðarleikskólastjóra og leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2011.

 
Aðstoðarleikskólastjóri

Hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
- Góður leiðtogi og hvetur fólk til góðra verka
- Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
- Hugmyndaríkur og sveigjanlegur
- Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í nýjum leikskóla


Einnig vantar okkur leikskólakennara, sem eru að auki:

- Jákvæðir og sveigjanlegir
- Hæfir í mannlegum samskiptum
- Sýna frumkvæði í starfi og geta unnið sjálfstætt
- Áhugasamir um fræðslu barna og velferð þeirra

Kátakot er leikskóli fyrir 4 – 5 ára börn. Helstu áherslur leikskólans eru hreyfing, hollt mataræði, útikennsla, leikskólalæsi,stærðfræði, myndsköpun, tónlist og dans. Leikskólinn er í góðu samstarfi við Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á www.dalvik.is/katakot
 
Upplýsingar veitir Gísli Bjarnason í síma 4604983/8631329. Umsókn um ferilsskrá skal senda á netfangið gisli@dalvikurskoli.is . Móttaka umsókna verður staðfest.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.