Laufey Eiríksdóttir nýr safnstjóri bóka - og héraðsskjalasafns

Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að Laufey Eiríksdóttir verði ráðin í starf safnstjóra bóka- og héraðsskjalasafnsins og hefur sú tillaga nú verið staðfest í bæjarstjórn.  

Laufey er upplýsinga- og bókasafnsfræðingur en jafnframt er hún íþróttakennaramenntuð.

Laufey hefur víðtæka starfsreynslu m.a. á skólabókasöfnum, sem ráðgjafi til bókasafna, hugbúnaðargerð fyrir bókasöfn en í dag er hún í starfi hjá þekkingarneti Austurlands.

Laufey mun hefja störf að fullu 1. ágúst nk.