Langar þig að læra á skíði eða fríska upp á skíðafærni?

Skíðafélag Dalvíkur býður upp á fullorðinskennslu fyrir byrjendur og minna vana.

Námskeiðið er 5 skipti og verður kennt milli kl 19:45 - 21:00 öll skiptin.
Við byrjum mánudaginn 26.janúar.

Næstu skipti verða:
miðvikudagur 28. janúar
Fimmtudagur 29.janúar
Mánudagur 2.febrúar
Föstudagur 6.febrúar.

Ef ekki viðrar til kennslu verða þeir tíma bættir upp með nýjum tímum.

Námskeiðið kostar 10.000 kr. innifalið í því er leiðbeinandi, lyftukort og skíðabúnaður fyrir þá sem þurfa.
Þá geta þátttakendur látið námskeiðsgjaldið ganga upp í árskort í fjallið kjósi þeir að kaupa sér slíkt að loknu námskeiði.

Skráningar skulu berast í síma 466 1010 (Brekkusel), fyrir sunnudag 25.janúar, eða á póstfang sveinntorfason@msn.com