Lagfæringar á sundlaug - skert opnun

Lagfæringar á sundlaug - skert opnun

Vegna lagfæringa á sundlaug verður ekki hægt að nota sundlaug frá 29.-31. ágúst. Heitu pottar og vaðlaugar verða í notkun þriðjudaginn 29. ágúst, allt sundlaugarsvæðið verður lokað miðvikudaginn 30. ágúst en aftur opið í heita potta og vaðlaugar fimmtudaginn 31. ágúst. 

Athugið að þessi viðhaldsvinna hefur engin áhrif á aðra starfsemi íþróttamiðstöðvar. Líkamrækt verður opin á hefðbundum opnunartíma.

Gert er ráð fyrir að föstudaginn 1. september verði sundlaug opin eins og venjulega. 

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar