Kynningarfundur vegna tillögu á aðal- og deiliskipulagsbreytingum

Kynningarfundur vegna tillögu á aðal- og deiliskipulagsbreytingum

Kynningarfundur verður haldinn í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík þriðjudaginn 6. ágúst kl. 20.00. Á fundinum verða skipulagshöfundarnir þeir Árni Ólafsson og Ágúst Hafsteinsson og munu þeir kynna tillögu á aðal- og deiliskipulagsbreytingum íbúðasvæðis í Hóla- og Túnahverfi. 

Meðfylgjandi eru gögn sem hægt er að kynna sér vel fyrir fundinn.

Breytingartillaga á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.

Breytingartillaga á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar - stækkun íbúðasvæðis.

Íbúar Dalvíkurbyggðar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

F.h. Dalvíkurbyggðar
Börkur Þór Ottósson
Sviðstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.