Kynningarfundur á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008 – 2020

Þriðjudaginn 12. maí kl. 20:30 verður kynningarfundur a aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010 í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Á fundinum verður skipulagið kynnt fyrir fundarmönnum ásamt greinargerð sem því fylgir. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar, sem láta skipulagsmál sig varða, eindregið hvattir til þess að mæta.

Hægt er að kynna sér greinargerðina og uppdráttinn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og í Ráðhúsinu. Athugasemdafrestur við aðalskipulagið rennur út miðvikudaginn 20. maí kl. 15:00.

Sjá einnig meðfylgjandi auglýsingu

Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Þorsteinn Björnsson