Kynning á námi við Gymnastik og idrætshöjskolen ved Viborg

Nemendum úr Dalvíkurbyggð býðst vist við skólann og eiga kost á styrkjum fyrir hluta skólagjaldanna. Viborg er vinabær okkar og þess vegna býður skólinn þetta með það fyrir augum að kynna hann betur og hvetja nemendur frá vinabæjunum til að nema við skólann. Í skólanum eru nokkrar “íþróttalínur”  og nú er t.d. að taka til starfa skíðalína.

Anders Buhl sem sér um að kynna skólann er hér í heimsókn og mun kynna hann fyrir þeim nemendum sem áhuga hafa á að nýta sér tilboðið um skólavist eða fara þangað síðar.
Skólinn tekur inn nemendur sem eru orðnir 17 og hálfs árs þegar fyrsta önnin hefst en í skólanum eru nemendur allt að þrítugu. Þeir sem vilja kynna sér námið geta hitt Anders og Bjarna íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í fundarsal Ráðhússins á efstu hæð frá kl. 17:30 á morgun, fimmtudaginn 12. júní.  Anders ræðir um námið, svarar spurningum og sýnir bæklinga og efni á DVD. Frekari upplýsingar gefur Bjarni Gunnarsson íþrótta-og æskulýðsfulltrúi í síma: 896-3133.