Kvennafrídagurinn 24. október

Á síðasta bæjarráðsfundi, þann 18. október, var bókað að bæjarráð muni ekki gera athugasemdir við það að konur í starfi hjá Dalvíkurbyggð ljúki sínum starfsdegi kl. 14:08 á kvennafrídaginn, mánudaginn 24. október. Forstöðumenn eru um leið hvattir til að gera þær ráðstafanir sem þarf í stofnunum sveitarfélagsins.

Af þessu tilefni verður leikskólunum Krílakoti og Leikbæ lokað kl. 14:00 og vilja stjórnendur leikskólanna koma því á framfæri til foreldra hér með.