"Krummi krúnkar úti..."

Karíus og Baktus

Krakkar á öllum aldri héldu upp á öskudaginn í dag, 21. febrúar og komu rúmlega 200 krakkar við í þjónustuveri á bæjarskrifstofum og sungu. Sjá mátti meiri fjölbreytni í búningavali í ár heldur en í fyrra og segja má að Karíus og Baktus hafi verið með vinsælustu búningunum þetta árið sem og prinsessur úr hinum ýmsu ævintýrum.

Myndir frá öskudeginum má sjá hér og undir myndasafni hér til vinstri á síðunni.