Krílakot fær viðurkenningu fyrir Comeniusarverkefni

Krílakot fær viðurkenningu fyrir Comeniusarverkefni

Nú á dögunum fékk Comeniusarverkefni Krílakots, With Different Traditions - Together on a Holidy,  viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni. Verkefnið var unnið árin 2009-2011.  Þær þjóðir sem tóku þátt í verkefninu voru Ísland, Rúmenía, Pólland, Búlgaría, England og Tyrkland.

Verkefnisstjórar voru Arna Arngrímsdóttir og Steinunn Þórisdóttir.

Verkefnið var eitt af þeim 50 verkefnum sem tóku þátt í sýningu verkefna sem fengið hafa styrki úr samstarfsáætlunum ESB og voru valin fyrirmyndaverkefni. Hátíðin var í Hafnarhúsinu í Reykjavík þar sem verkefnin voru kynnt og var boðið uppá risa Evrópuköku og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hér fyrir neðan eru fleiri myndir af sýningunni og enn fleiri er hægt að skoða á facebook síðu Rannís https://www.facebook.com/Rannis.Iceland/photos_stream