Kosningaball á föstudaginn

N.k föstudag (7. sept) verður haldið ball í félagsmiðstöðinni fyrir nemendur í 8-10. bekk. Ballið hefst kl 20:00 og stendur til 23:00.

FRÍTT ER Á BALLIÐ!

Hápunktur kvöldsins er þegar nýtt nemendaráð verður kynnt til sögunnar. Alls verða 10 nemendur teknir inn í ráðið en mikil aðsókn og efirspurn hefur einkennt þennan vetur. Alls um 30 nemendur hafa sótt eftir því að komast í nemendaráðið þetta árið.