Konur sem mála

Konur sem mála

Sýningin Konur sem mála stendur nú yfir í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Sýningin er samsýning 13 kvenna úr Dalvíkurbyggð. Verkin eru afrakstur myndlistanámskeiðs sem þær sóttu veturinn 2013-2014 hjá Vigni Þór Hallgrímssyni myndlistamanni.

Sýningin er sérlega skemmtileg og endurspeglar það fjörlega andrúmsloft sem ríkti á myndlistarnámskeiðinu. Það setur skemmtilegan blæ á sýninguna að þátttakendur eru á aldrinum 15 til 80 ára. Sömu mótívin verða því eins ólík í meðförum listamannana og þeir eru margir.


Það er ekki á hverjum degi sem 13 listakonur úr Dalvíkurbyggð halda saman sýningu. Það er því ærin ástæða fyrir íbúa að kíkja í Berg og sjá skemmtileg og fjölbreytt listaverk.