Kóngulær i blíðu og stríðu

Kóngulær i blíðu og stríðu

Yfir sjötíu tegundir af kóngulóm eru til á Íslandi. Ástarlíf þeirra er æði skrautlegt á köflum og kerlurnar reynast börnunum sínum vel en körlunum síður. Þær hafa marga spunakirtla á afturendanum og vefa með þeim nokkrar mismunandi gerðir af þráðum eftir þvi hvert hlutverk þeirra á að vera. Þetta og ýmislegt fleira forvitnilegt kom fram i erindi Bjarna Guðleifssonar náttúrufræðings á fræðslufundi Náttúrusetursins sl. miðvikudagskvöld.