Kolfinna Ósk 6 ára

Kolfinna Ósk 6 ára

 

Á föstudaginn þann 22. febrúar varð hún Kolfinna Ósk 6 ára. Af því tilefni bjó hún sér til glæsilega kórónu og fékk mömmu sína í kaffi til sín þar sem það var einmitt mömmukaffi í leikskólanum þann dag. Þá brá hún Kolfinna sér út og dró fánann að húni í tilefni þessa merka dags og að sjálfsögðu sungu bæði börn og kennarar fyrir hana afmælissönginn. Kolfinna endaði síðan á því að bjóða börnunum uppá ávexti eftir hádegismatinn. Við óskum elsku Kolfinnu Ósk og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn