Kátakot í heimsókn

Kátakot í heimsókn

Við á skrifstofum Dalvíkurbyggðar vorum svo heppin að fá áðan í heimsókn til okkar hressa krakka af Kátakoti sem komu til okkar og sungu nokkur jólalög sem þau voru að byrja að æfa. Eftir sönginn fengu allir piparkökur með sér í nesti en fleiri vinnustaðir í sveitarfélaginu áttu eftir að njóta söngsins og því drifu þau sig aftur af stað að tónleikum loknum.