Jónsmessuhátíð í Svarfaðardal

Ferðatröll, Kvenfélagið Tilraun, Ferðafélagið og Hestamannafélagið Hringur standa fyrir Jónsmessuhátíð n.k. laugardagskvöld 23. júní að Tungurétt eins og undanfarin ár. Hestamenn ríða frá Hringsholti klukkan 20:00. Gönguferð með Ferðafélaginu upp á sveitalanginn. Lagt verður af stað klukkan 20:00 ca miðja vegu á milli Mela afleggjara og Tunguréttar. Kveikt verður í bálkesti klukkan 22:00. Söngur, harmonikkuleikur og Kvenfélagið selur kakó og pönnukökur.