Jón Böðvarsson og Svarfdæla

Sögur úr Svarfaðardal

Helgina 27.-28. september mun Jón Böðvarsson verða í Dalvíkurbyggð og segja frá Svarfdælasögu og tengdum sögum og þáttum.

Jón hefur orðið mjög vinsæll fyrir skemmtileg erindi sín um Njálu og fleiri Íslendingasögur. Nú snýr hann sér að Svarfdælu, sem mörgum hefur þótt óaðgengileg. Ef að líkum lætur mun Jón segja okkur hana á sinn fjörlega hátt, þótt hann byggi frásögn sína á rannsóknum margra. Þetta er spennandi fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem þekkja til staðhátta á svæðinu. Sögusviðið nær allt frá fremstu byggðum Svarfaðardals og Skíðadals út á Upsaströnd og Árskógsströnd. Fjöldi staðarheita í sögunum er enn í almennri notkun.

Samkoman verður á laugardegi 27. og sunnudegi 28. sept., kl:1-5, Í félagsheimilinu Rimum við Húsabakkaskóla. Góður tími fyrir kaffi og spjall.

Aðgangseyri er mjög stillt í hóf, 1500 kr. samanlagt báða dagana. Gott væri að sem flestir sem ætla að koma skrái sig til þátttöku í síma 4661630, 8692433, 4663125, 8994805.

Allir eru velkomnir þótt þeir hafi ekki skráð sig áður. Þetta er mjög vel við hæfi unglinga og jafnvel barna.

Framfarafélag Dalvíkurbyggðar