Jólin nálgast

Þau Jón Arnar Sverrisson og Helga Íris Ingólfsdóttir hafa undanfarna daga verið að koma upp jólaskreytingum um Dalvíkurbyggð enda nálgast jólin óðfluga. Í morgun voru þau upp á þaki Ráðhússins á Dalvík að setja upp hreindýrin sem setja skemmtilegan svip á bygginguna um jólin og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.