Jólaþorp bæjarskrifstofunnar 2005

Jólaþorp bæjarskrifstofunnar 2005

 

Í ár, sem endranær, hefur starfsfólk bæjarskrifstofunnar haldið uppteknum hætti og sett upp jólaþorp í þjónustuveri bæjarskrifstofunnar á fyrstu hæð Ráðhússins.

 

Íbúar jólaþorpsins er nú fluttir inn og ekki er laust við að fjölgun hafi orðið í þorpinu frá síðustu jólum og húsum í þorpinu fjölgar jafnt og þétt í takt við rómantíkina sem blómstrar sem aldrei fyrr. Er jólaþorpið orðið hið myndarlegasta, en þar er meðal annars að finna skóla, kirkju, slökkvistöð og bensínstöð. Íbúarnir eru í óðaönna skreyta hjá sér, börnin leika sér á skautum á spegilsléttri ánni og allir eru í jólaskapi.

Það er því óhætt að lofa því að líf og fjör verður í jólaþorpinu allan desember og eru íbúar Dalvíkurbyggðar hvattir til að kíkja við á bæjarskrifstofunni, fá sér kaffi og piparkökur, og skoða þetta skemmtilega jólaþorp.