Jólaþorp bæjarskrifstofunnar

Jólaþorp bæjarskrifstofunnar

Á hverju ári, í kringum aðventuna, rís jólaþorp á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar. Jólaþorpið hefur verið í stöðugri þróun síðustu fimm árin og er einkar veglegt að þessu sinni eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ýmsar skemmtilegar persónur búa í jólaþorpinu og hver og einn getur búið til sína sögu um staðinn. Ef þið eigið leið um Ráðhús Dalvíkur væri kannski ekki úr vegi að líta á jólaþorpið og fá sér kaffi og piparkökur í leiðinni.