Jólaskreytingasamkeppnin er hafin

Í ár, sem síðustu ár, verður staðið fyrir jólaskreytingasamkeppni á meðal íbúa Dalvíkurbyggðar. Nefnd, með sérstök augu fyrir smekklegheitum, mun fara um byggðalagið í kringum 10. desember og velja athyglisverðar jólaskreytingar.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin en auk þess ýmsar viðurkenningar. Verðlaunin eru frá Ektafiski ehf., Sundlauginni og Siggu glerista í Stjörnunni. Gengið verður frá vali og verðlaun afhent fyrir jól.

Svo nú er að hefjast handa og taka fram jólaskrautið. Og í þessu sem öðru gilda gæðin en ekki magnið.

 

Jólanefndin