Jólaskreytingasamkeppnin

Í ár var ákveðið að fara þá leið við val á fallegasta jólahúsi Dalvíkurbyggðar að óska eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins fyrir 17. desember. Vegna þess hve fáar ábendingar bárust fyrir tilskyldan tíma hefur verið ákveðið að hvíla jólaskreytingasamkeppnina þetta árið og taka upp þráðinn aftur á næsta ári.

Íbúar eru samt sem áður hvattir til að leggja leið sína um sveitarfélagið og skoða falleg jólaljós en margir hafa lagt mikið á sig til að gera jóalskreytingar húsa sinna sem veglegastar.