Jólaskreytingasamkeppnin

Nú fer hver að verða síðastur að skreyta húsið sitt fyrir jólaskreytingasamkeppnina. Dómarar verða á ferðinni í byrjun næstu viku til að velja þær jólaskreytingar sem hljóta verðlaun að þessu sinni. Það er því ennþá tækifæri fyrir þá sem ekki eru búnir að skreyta húsin sín að drífa sig af stað um helgina og skreyta. Úrslitin verða svo kynnt í næsta Bæjarpósti.