Jólaskreytingasamkeppni Dalvíkurbyggðar - óskum eftir tilnefningum

Þar sem jólin eru á næsta leyti og íbúar farnir að skreyta hús og híbýli förum við að huga að Jólaskreytingasamkeppni Dalvíkurbyggðar. Í ár verður keppnin með öðru sniði en verið hefur en í stað þess að fara og skoða öll hús í sveitarfélaginu óskum við eftir tilnefninum frá íbúum um fallegustu jólaskreytingarnar. Dómnefnd mun síðan velja úr tilnefningum einn sigurvegara sem hlýtur vegleg verðlaun.

Tilnefningar skulu sendar á netfangið margretv@dalvikurbyggd.i s eða á Þjónustuver Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi Dalvíkur.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 17. desember.