Jólaskreytingasamkeppni

Jólaskreytingasamkeppni

Nú er jólaskreytingasamkeppninni lokið og úrslit orðin kunn. Í gær voru fulltrúar dómnefndar á ferðinni og afhentu verðlaun og viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir efstu þrjú sætin, en Úrval gaf gsm síma í fyrstu verðlaun, Húsasmiðjan gaf morgunverðarsett í önnur verðlaun og þriðju verðlaun voru gjafabréf í Dóttur Skraddarans. Auk verðlaunanna voru veittar fimm viðurkenningar en þær hlutu: Hauganes sem tilnefnt var jólaþorp Dalvíkurbyggðar, Sunnubraut fyrir fallega skreytta götu, Tónlistarskólinn fyrir vel útfærðar gluggaskreytingar, Sogn fyrir fallega aðkomu og Anton Ingvason fyrir skemmtilega útiskreytingu. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim sem urðu hlutskarpastir og lentu í þremur efstu sætunum. Innan tíðar koma líka myndir af húsunum inná myndasíðu heimasíðunnar.

1. sæti   Steindyr

2. sæti   Dalbraut 13

3. sæti   Sunnubraut 12