Jólamarkaður á Skeiði

Jólamarkaður verður haldinn í hlöðunni á Skeiði, Svarfaðardal, fyrstu helgina í aðventu, 1. og 2. desember frá klukkan 14:00 - 17:00 báða dagana. Þar verður ýmislegt um að vera, jólaglögg, stollen og smákökur að smakka sem og ýmislegt sniðugt í jólapakkana. Þetta er í annað sinn sem jólamarkaðurinn er haldinn og eru gestir hvattir til að mæta í hlýjum fötum og upplifa jólastemninguna að Skeiði.