Jólaföndur Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Hið vinsæla jólaföndur í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar verður sem hér segir:

Í Árskógarskóla fimmtudaginn 1. desember frá kl. 17:00 – 20:00.

Í Dalvíkurskóla föstudaginn 2. desember. frá kl. 15:30 – 18:30.

Á sama tíma verða nemendur með kaffisölu, ágóði af henni rennur í ferðasjóð þeirra.

Það er þess virði að líta inn, föndra, fá sér kaffi og eiga ljúfa stund með börnum sínum og unglingum.

Nemendur, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Foreldrar. Sendið börnin ekki ein.


Starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar