Jóla jól

Jóla jól

Hefðbundið hópastarf víkur nú fyrir jólaundirbúningi, síðasti íþróttatíminn á þessu ári er vikuna 13. - 17. desember. Margt er um að vera í desember eins og sjá má á desembermánaðarskráinni sem er kominn inn á heimasíðuna. Einnig má sjá viðburði sem framundan eru á mentor.is. Foreldrar eru auðvitað velkomnir til okkar hvenær sem er en eru svo sérstaklega boðnir velkomnir í Skógarferðina þann 7. desember og á litlu jólin 16. desember.