Janúarspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Félagsmenn veðurklúbbsins á Dalbæ hafa nú sent frá sér veðurspá fyrir janúarnmánuð en hún var gerð núna í upphafi nýs árs.

Félagar voru sáttir við desemberspá sína. Janúarmánuð töldu þeir að yrði svipaður og desember, en þó líkur á hreti kringum tunglkomuna. Þorratunglið kviknar á bóndadag í N.A. þann 19. janúar n.k.