Ívan Logi 5 ára

Ívan Logi 5 ára

 

Í dag, 12. júlí, er Ívan Logi 5 ára. Hann bjó sér til glæsilega fótboltakórónu, flaggaði íslenska fánanum og svo var afmælissöngurinn sunginn hátt og snjallt fyrir hann. Við óskum Ívani Loga og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið og vonum að þau njóti sumarleyfisins saman.