Íþróttamiðstöð Dalvíkur um jól og áramót


Íþróttamiðstöð Dalvíkur óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla- og farsældar á nýju ári.

Opnunartími um jól og áramót
Þorláksmessa 23. desember kl. 6:00 16:00
Aðfangadagur 24. desember kl. 6:00 – 11:00
Jóladagur 25. desember - Lokað
Annar dagur jóla 26. desember – Lokað
Föstudagurinn 27. desember kl. 6:00 – 19:00
Laugardagur 28. desember kl. 9:00 17:00
Sunnudagur 29. desember kl. 9:00 – 17:00
Mánudagur 30. desember kl. 6:00 – 20:00
Gamlársdagur 31. desember kl. 6:00 – 11:00
Nýársdagur 1. janúar – Lokað
Fimmtudagurinn 2. janúar kl. 6:15 – 20:00

Tímar í heilsurækt um jól og áramót.
„Ég kemst í jólafíling“ er opin þrek- og styrktartími sem verður á aðfangadagsmorgun kl. 9:00 – 10:00. Við kveðjum gamla árið á gamlársdagsmorgun með opnum þrek- og styrktartíma kl. 9:00 – 10:00.
Laugardaginn 20. desember og laugardaginnn 4. janúar bíður íþróttamiðstöð Dalvíkur í samstarfi við boxþjálfarann Kamil uppá opnar boxæfingar kl. 11:30 – 12:30. Við hvetjum alla áhugasama að kynna sér það sem Kamil hefur uppá að bjóða.

Kynningarvika í heilsurækt 2014
Vikuna 6. – 12. janúar mun Íþróttamiðstöð Dalvíkur bjóða uppá frían aðgang að tímum í heilsurækt. Í boði verður meðal annars að kynna sér átakstíma, body max, body-pilates og opna þrek og styrktartíma.
Kynningarvikan verður betur kynnt með auglýsingum sem dreift verður í hús í Dalvíkurbyggð og á facebook síðu Íþróttamiðstöðvar.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2013
Íþrótta- og æskulýðsráð stendur fyrir lýsingu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar föstudaginn 3. janúar 2014. Lýsingin fer fram í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst kl. 16:30 og eru allir velkomnir.