Íþróttamiðstöð Dalvíkur - dagskrá á nýju ári

Íþróttamiðstöð Dalvíkur - dagskrá á nýju ári

Fögnum nýju ári með reglulegum heimsóknum í heilsuræktina. Morgunþrek - Stangir og stuð - Ungt fólk á uppleið - Átakstímar.

Vikuna 6.-11. janúar verður kynningarvika í ræktinni og þá er frítt í alla tíma!

Breytingar á skipulagi tíma á vorönn 2014:

Íþróttamiðstöð Dalvíkur ætlar á tímabilinu janúar—maí að bjóða uppá 6 fastar opnanir á viku í skipulagða tíma í heilsurækt þ.e. morguntíma mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, eftirmiðdagstíma þriðjudaga og fimmtudaga og einn tíma á laugardögum. Aðrir tímar verða settir upp sem tímabundin námskeið og eru gjaldskild.

Morgun- og laugardagsþrek eru þrektímar þar sem uppistaðan er stöðvaþjálfun, blandað verður saman pöllum, hjólum og fjölbreyttum styrktaræfingum. Markhópurinn eru karlar og konur á öllum aldri sem vilja bæta styrk og úthald. Tilvalið að byrja daginn á hressandi æfingu. Námskeiðið er öllum opið sem eiga kort í líkamsrækt, byrjendum og lengra komnir. Leiðbeinendur Jóna Gunna og Hanna.

Body Max eru tímar ætlaðir konum og körlum og í hann geta allir farið. Enginn hopp eða högg á líkamann, aðeins hörkuátök þar sem léttar stangir með lóðum eru notaðar. Markviss þjálfun og er unnið með alla stóru vöðvahópana. “Þú nærð alvöru árangri á stuttum tíma og myndir aldrei taka svona vel á því í tækjasalnum.” Markhópur konur og karlar á öllum aldri, byrjendur og lengra komnir. Leiðbeinandi Ása Fönn.

 

Bolta– Pilates, boxnámskeið og átaksnámskeið karla og kvenna verða í 6 vikur og hefjast ef næg þátttaka næst. Við skráningu verður að greiða námskeiðisgjald sem er 9.600 kr. fyrir þá sem ekki eiga kort í heilsurækt en 3.000 kr. fyrir þá sem eiga kort. Skráning fer fram í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar og líkur laugardaginn 11. janúar.

Bolta— Pilates eru tímar ætlaðir konum til að þjálfa djúpvöðva líkamans, gefa langa fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Skemmtilegar æfingar, styrkjandi og móta flottar línur líkamans. Bolta– Pilates leikfimi er fyrir konur sem vilja sjá línurnar verða flottari. Jafnvægisæfingar og styrktaræfingar fyrir rass og læri. Engin hamagangur en mikil átök. Markhópur konur á öllum aldri, byrjendur og lengra komnir. Leiðbeinandi Ása Fönn.

Lokaðir átakstímar ætlaðir konum þar sem leiðbeinandi veitir þátttakendum mikið aðhald í 6 vikur. Tímarnir verða mjög fjölbreyttir þar sem stöðvaþjálfun, stangir, spinning, tækjasalur og útivera verða hluti af dagskránni. Leiðbeinandi mun mæla og vigta þátttakendur og veita ráðgjöf um hollt mataræði. Markhópur eru konur sem vilja komast af stað í heilsurækt. Leiðbeinenandi Jóna Gunna og Hanna.

Lokaðir átakstímar ætlaðir körlum munu byggjast uppá fjölbreyttum þrekæfingum, hörku þolæfingum yfir í sprengikraftsæfingar, lóðalyftingar og stöðvaþjálfun. Þjálfari er Hilmar Henning Heimisson sem hefur góða reynslu og er WPF heims og evrópumeistari unglinga.

Boxæfingar – þrek og styrktaræfingar. Boxþjálfarinn Kamil Gorajek ætlar að bjóða uppá grunnnámskeið í boxi. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka þol, styrkja líkamann og jafnvel tapa nokkrum kílóum. Farið verður í gegnum mjög fjölbreyttar æfingar í boxi og mun námskeiðið fara fram í þrek- og styrktarsal.

 

Leikfimi fyrir 60 ára og eldri og fólk með skerta hreyfigetu - Ungt fólk á uppleið.

Í boði eru leikfimitímar fyrir 60 ára og eldri, fólk með skerta hreyfigetu eða þá sem eiga erfitt vegna sjúkdóma s.s. hjarta og æða. Líkamsrækt fólks á besta aldri hefur aukist og verið sýnilegri undanfarin ár. Líkaminn er með því dýrmætasta sem við eigum. Með markvissri og stigvaxandi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er.

Leiðbeinandi er Ása Fönn Friðbjarnardóttir. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 14. janúar stendur til og með föstudaginn 21. febrúar. Tímarnir fara fram á þriðjudögum kl. 11:30 og föstudögum kl. 9:00.

Verð á námskeiðið er 8.400 kr. Innifalinn er aðgangur í líkamsrækt og önnur námskeið. Gjald fyrir þá sem eru með tímabilakort í heilsurækt íþróttamiðstöðvar er 2.400 kr.

 

Frekari upplýsingar um námskeið, verð og afslætti í Íþróttamiðstöð, s: 460-4940.

Auglýsing á pdf formi