- Þjónusta
- Fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram í beinni útsendingu á facebooksíðu Dalvíkurbyggðar kl. 17.04 í dag. Það var Sveinn Margeir Hauksson sem varð fyrir valinu í ár en hann hefur stundað knattspyrnu undanfarin ár með afar góðum árangri. Á þessu ári var hann til að mynda kjörinn efnilegasti leikmaður KA. Hann hlaut einnig á dögunum Böggubikarinn sem er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi. Innilega til hamingju Sveinn Margeir Hauksson!
Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:
Arnór Snær Guðmundsson - Blak
Borja López Laguna - Knattspyrna
Ingvi Örn Friðriksson - Kraftlyftingar
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestar
Sveinn Margeir Hauksson - Knattspyrna
Einnig voru á dögunum veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði til iðkenda og íþróttafélaga og voru þeir í eftirfarandi röð:
a) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
b) Þormar Ernir vegna ástundunar og árangurs á sviði æskulýðs- og félagsmála
c) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs hjá knattspyrnuakademíu Norðurlands
d) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð