Ísold Ásdís 6 ára

Ísold Ásdís 6 ára

 

Miðvikudaginn 18. apríl varð Ísold Ásdís 6 ára. Hún byrjaði daginn á því að fara með Allan Inga í heimsókn í íþróttatíma hjá 1.- 4. bekk Árskógarskóla, en eftir það var haldið í skógreitinn þar sem Leikbær hélt óhefðbundna vetrarleika í tilefni síðasta vetrardags. Þar fékk Ísold Ásdís að bjóða börnunum upp á kleinur og safa auk þess sem allir léku þar góða stund. Ísold bauð til borðs í hádeginu og byrjaði matartímann. Við á Leikbæ óskum Ísold Ásdís og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.

Hér má sjá fleiri myndir frá afmælisdeginum