Íslandsmót öldunga í blaki á Dalvík

Vegna mikillar þátttöku í Íslandsmóti öldunga í blaki, sem haldið er á Akureyri, verður hluti þess spilaður í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík á morgun, 1. maí. Leikir hefjast klukkan 9:30 og spilað verður stanslaust til klukkan 20:00. Þrjú af sex liðum Blakfélagsins Rima eiga sína fyrstu leiki í mótinu hér á heimavelli. Rimar A (konur) spila við Völsung klukkan 9:30, Rimar B (konur) spila við UMFG klukkan 10:15 og Rima Á (karlar) spilar við Þrótt N klukkan 9:30.

Íbúar eru því hvattir til að koma og hvetja sitt fólk.