Íslandsmet í sleggjukasti

Íslandsmet í sleggjukasti

Stefanía Aradóttir setti á dögunum íslandsmet í 13-14 ára flokki með kvennasleggju ( 4 kg )á vetrarkastmóti UMSE/UFA sem haldið var á Hrafnagili. Stefanía kastaði 34,73 m og bætti gamla metið sem var í eigu Eirar Starradóttur um tæpa fimm metra. 

Með þessu kasti var Stefanía einungis 27 cm frá afrekslágmarki 15 ára unglinga og tæpum 3 metrum frá Íslandsmeti 16 ára og yngri. Á næstu dögum mun hún keppa meira í sleggjukasti og verður forvitnilegt að vita hvort hún muni ekki slá þetta met enn frekar.

Myndin er frá æfingu á Dalvík