Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum

Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 - 14 ára innanhúss fór fram í Reykjavík helgina 13. - 14. mars sl. Nokkrir keppendur frá Dalvík tóku þátt og náðu góðum árangri. Macej Magnús Zymkowiak varð Íslandsmeistari í hástökki 14 ára stráka með stökk upp á 1,68m og langstökki með árangurinn 4,95m. Hann fékk einnig silfur í kúluvarpi.Þorri Mar Þórisson stal síðan senunni í hástökki 11 ára drengja þegar hann stökk 1,35m og bætti sig um 15 cm og varð Íslandsmeistari.
Tvær boðhlaupssveitir fóru á pall og fengu báðar brons: 12 ára stelpur í 4x200m en þar voru Júlíana Björk Gunnarsdóttir og Aþena Marey Jónsdóttir í sveit og 14 ára stelpur í 4x200m en þar voru Ólöf Rún Júlíusdóttir og Arlinda Fejzulahi frá Reyni í sveit ásamt Júlíu Ósk Júlíusdóttur frá Dalvík.