Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna í knattspyrnu

Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna í knattspyrnu

4. flokkur kvenna á Dalvík varð um helgina Íslandsmeistari í knattspyrnu í 7 manna bolta. Eftir afar farsælt fótboltasumar í Norðurlandsriðli, þar sem stelpunar töpuðu aðeins einum leik, gerðu þær sér lítið fyrir og sigruði alla leiki sína í úrslitakeppni Íslandsmótsins og stóðu uppi sem sigurvegarar. Í úrslitakeppninni kepptu þær við BÍ/Bolungavík, Gróttu og Álftanes. Leikirnir voru baráttuleikir þar sem allt var lagt undir enda uppskeran eftir því.

Að sögn þjálfara einkenndist úrslitakeppnin ekki bara af liðsheild, baráttu og dugnaði heldur líka óbilandi jákvæðni og gleði. Allir unni saman og lögðust á eitt, bæði þær sem eru nýbyrjaðar að æfa sem og hinar sem hafa meiri reynslu, þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og stuðningsmenn. Enn einu sinni sannast það að það er liðsheildin sem skiptir máli. Enda uppskeran eftir því, fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í sögu yngri flokka í knattspyrnu á Dalvík.

Til hamingju með frábæran árangur!